Síberíuþinur (Abies sibirica) er barrtré af þinættkvíslinni. Það verður allt að 30 metra hátt í heimkynnum sínum. Síberíuþinur vex í norður-Rússlandi og norður-Asíu. Síberíuþinur er beinvaxið, einstofna tré með keilulaga krónu, börkur er grár og sléttur. Tegundin er skuggþolin. [2]
Síberíuþinur var meðal fyrstu tegunda sem reyndar voru í skógrækt á Íslandi og eru rúmlega hundrað ára gömul eintök bæði í Grundarreit og Furulundinum á Þingvöllum.[3]
Síberíuþinur (Abies sibirica) er barrtré af þinættkvíslinni. Það verður allt að 30 metra hátt í heimkynnum sínum. Síberíuþinur vex í norður-Rússlandi og norður-Asíu. Síberíuþinur er beinvaxið, einstofna tré með keilulaga krónu, börkur er grár og sléttur. Tegundin er skuggþolin.