dcsimg

Kakó ( Icelandic )

provided by wikipedia IS

Kakó eða kakótré (fræðiheiti: Theobroma cacao) er lítið (4–8 m hátt) sígrænt tré sem á uppruna sinn í hitabeltissvæðum í Suður-Ameríku en vex nú víða í hitabeltinu. Fræ kakótrésins eru notuð í kakóduft og súkkulaði.

Kakótréð vex í hæðum Andesfjalla í 200–400 m og á Amazon svæðinu og á vatnasvæðum Orinoco árinnar. Kakótréð þarf rakt loftslag, frjósaman jarðveg og úrkomu. Það vex í skógarbotni og þrífst best í skugga annarra trjáa. Laufin eru 10–40 sm löng og 5–20 sm breið.

 src=
Blóm kakótrésins

Blómin eru lítil eða 1–2 sm að þvermáli. Fræbelgur kakótrésins er 15–30 sm langu og 8–10 sm breiður og breytist frá gulu í appelsínugult þegar það þroskast og vegur um 500 g fullþroskað. Í fræbelgnum eru 20 til 60 fræ sem venjulega eru kölluð baunir, klædd í hvítan belg. Fræin innihalda 40–50% kakósmjör. Mikilvægasta virka efnið í þeim er Theobromine.

Fræðiheitið Theobroma þýðir fæða guðanna.

Heimildir

 src= Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
license
cc-by-sa-3.0
copyright
Höfundar og ritstjórar Wikipedia
original
visit source
partner site
wikipedia IS

Kakó: Brief Summary ( Icelandic )

provided by wikipedia IS

Kakó eða kakótré (fræðiheiti: Theobroma cacao) er lítið (4–8 m hátt) sígrænt tré sem á uppruna sinn í hitabeltissvæðum í Suður-Ameríku en vex nú víða í hitabeltinu. Fræ kakótrésins eru notuð í kakóduft og súkkulaði.

Kakótréð vex í hæðum Andesfjalla í 200–400 m og á Amazon svæðinu og á vatnasvæðum Orinoco árinnar. Kakótréð þarf rakt loftslag, frjósaman jarðveg og úrkomu. Það vex í skógarbotni og þrífst best í skugga annarra trjáa. Laufin eru 10–40 sm löng og 5–20 sm breið.

 src= Blóm kakótrésins

Blómin eru lítil eða 1–2 sm að þvermáli. Fræbelgur kakótrésins er 15–30 sm langu og 8–10 sm breiður og breytist frá gulu í appelsínugult þegar það þroskast og vegur um 500 g fullþroskað. Í fræbelgnum eru 20 til 60 fræ sem venjulega eru kölluð baunir, klædd í hvítan belg. Fræin innihalda 40–50% kakósmjör. Mikilvægasta virka efnið í þeim er Theobromine.

Fræðiheitið Theobroma þýðir fæða guðanna.

license
cc-by-sa-3.0
copyright
Höfundar og ritstjórar Wikipedia
original
visit source
partner site
wikipedia IS