Helgiþinur eða Abies religiosa (þekktur sem oyamel á spænsku) er þintegund frá fjöllum mið og suður Mexíkó (Trans-Mexíkanska gosbeltisins, Sierra Madre del Sur) og vestur Guatemala. Hann vex hátt yfir sjó (í 2100 til 4100 metrum) í skýjaskógum með svölum rökum sumrum og þurrum vetrum á stærsta hluta búsvæðis síns. Í ríkinu Veracruz, er h úrkoma allt árið. Tegundin þolir reglulega vetrarsnjókomu.
Abies religiosa er meðalstórt til stórt sígrænt tré sem verður 25 til 50 metra hátt, með stofnþvermál að 2 metrum. Barrið er nálarlaga, flatt, 1.5 til 3.5 sm langt og 1.5 breitt og 0.5 mm þykkt, dökkgrænt að ofan, og með tvær bláhvítar loftaugarákir að neðan; oddurinn er hvass. Barrið stendur í spíral eftir sprotanum, Það er í spíral eftir sprotanum, en hvert undið breytilega neðst svo þau liggja flatt til hvorrar hliðar og ofan til á sprotanum, með engin neðan til. Sprotarnir eru rauðbrúnir, hárlausir eða með gisinni hæringu. Könglarnir eru 8 til 16 sm langir og 4 til 6 sm breiðir, dökk-blápurpuralitir fyrir þroska; hreisturblöðkurnar eru purpuralitar eða grænleitar, meðallangar, með endann sýnilegan í lokuðum könglum. Vængjuð fræin losna þegar könglarnir sundrast við þroska, um 7 til 9 mánuðum eftir frjóvgun. Tré frá vestari hluta útbreiðslusvæðisins á Nevado de Colima í Jalisco hafa köngla með stærri aftursveigðum hreisturblöðku (svipað og hjá eðalþins könglum); þau eru stundum talin til eigin tegundar, Abies colimensis.
Spænska nafnið "oyamel" kemur frá Nahuatl orðinu oyametl (oya, að þreskja; metl, agave; bókstaflega "þreskja agave"). Það er einnig kallað "árbol de Navidad" (jólatré) í Mexíkó. Íslenska og enska heitið kemur úr fræðiheitinu Abies religiosa, bókstaflega "trúarlegur þinur". Þetta kemur frá notkun afskorinna greina í trúarhátíðum í Mexíkó, sérstaklega jólum.
Helgiþinur er það tré sem (Danaus plexippus) kýs helst að vera á á meðan dvala þess stendur í skógum Trans-Mexíkanska gosbeltisins. Þó að þau þekkist í öðrum hlutum suður hálendi Mexíkó, þar sem ekki er öll tegundin fardýr, safnast megnið af þeim í Monarch Butterfly Biosphere Reserve nálægt bæjunum Angangueo (Michoacán) og Avándaro (Mexíkó (ríki)), frá desember til mars.
Viðurinn er frekar mjúkur og þar af leiðandi ekki hentugur í trésmíði. Hinsvegar fer útbreiðsla hans minnkandi vegna skógarhöggs fyrir eldivið og öðrum ágangi manna.[3]
Helgiþinur eða Abies religiosa (þekktur sem oyamel á spænsku) er þintegund frá fjöllum mið og suður Mexíkó (Trans-Mexíkanska gosbeltisins, Sierra Madre del Sur) og vestur Guatemala. Hann vex hátt yfir sjó (í 2100 til 4100 metrum) í skýjaskógum með svölum rökum sumrum og þurrum vetrum á stærsta hluta búsvæðis síns. Í ríkinu Veracruz, er h úrkoma allt árið. Tegundin þolir reglulega vetrarsnjókomu.