Gulstika (fræðiheiti: Parmeliopsis ambigua) er tegund fléttna af litskófarætt. Hún finnst á Íslandi og líkist mjög grástiku í útliti en hefur gulleitan litblæ sem grástika hefur ekki.[2]
Gulstika vex á trjágreinum og bolum, aðallega á birki. Á Íslandi finnst hún aðeins neðan 200 metra og þekkist bara á Austulandi frá Fljótsdalshéraði að Hornafirði en einnig við Ísafjarðardjúp.[2]
Gulstika er á válista Náttúrufræðistofnunar Íslands þar sem hún er flokkuð sem tegund í nokkurri hættu (LR).[1] Gulstika hefur ekki verið metin af samtökunum IUCN.
Gulstika ber gulleitan blæ vegna úsninsýru í þalinu. Hún inniheldur einnig divaricatinsýru. Þalsvörun gulstiku er K-, C-, KC+ gul, P-.[2]
Gulstika og grástika vaxa saman á trjádrumbi í Bresku Kólumbíu. Litamunurinn er greinilegur.
Gulstika (fræðiheiti: Parmeliopsis ambigua) er tegund fléttna af litskófarætt. Hún finnst á Íslandi og líkist mjög grástiku í útliti en hefur gulleitan litblæ sem grástika hefur ekki.