dcsimg

Agrilus planipennis ( Icelandic )

provided by wikipedia IS

Agrilus planipennis er græn skartbjalla ættuð frá norðaustur Asíu sem leggst á tegundir af eskiættkvísl. Kvendýrin verpa í sprungur í berkinum á eskitrjám, og lirfurnar nærast innri berki[2][3] og verða fullþroskuð á 1 til 2 árum.[4] Á náttúrulegu útbreiðslusvæði hennar, er hún dreifð og veldur ekki alvarlegum skaða á innfæddum trjám. Utan náttúrulegs útbreiðslusvæðis er hún ágeng tegund og veldur miklum skaða á innfæddum asktrjáum. Mikil vinna er nú lögð í að hafa stjórn á henni með eftirliti á útbreiðslu, hafa fjölbreytileika á tegundum, skordýraeitri og með lífrænum vörnum.[5]

Útbreiðsla

 src=
Náttúruleg útbreiðsla í Asíu og innflutt svæði í Evrópu og Ameríku 2013.

Náttúruleg útbreiðsla tegundarinnar er í tempruðu belti norðaustur Asíu, þar á meðal í Rússlandi, Mongólíu, norður Kína, Japan, og Kóreu.[6][7]

Í Norður-Ameríku er útbreiðslan aðallega í Michigan og nágerenni, en nær norður í Ontario, suður til norður Louisiana, vestur í Colorado, og austur til Massachusetts [8] Í Norður-Evrópu hefur hún fundist í Moskvu í Rússlandi 2003.[7] Frá 2003 til 2016, hefur útbreiðslan farið 40 km á ári vestur að Svíþjóð og mun líklega ná Mið-Evrópu 2031 og 2036.[9][10][7]

Hýsilplöntur

Í náttúrulegu útbreiðslusvæði sínu er hún einungis hvimleitt meindýr á innfæddum trjám, þar sem þéttleikinn verður ekki banvænn heilbrigðum trjám.[11] Í Kína sýkir hún innfædda F. chinensis, F. mandshurica, og F. rhynchophylla; í Japan sýkir hún F. japonica og F. lanuginosa.[7]

Þær tegundir sem hún veldur miklum skaða á eru í Norður-Ameríku eru: Fraxinus pennsylvanica, Fraxinus nigra, Fraxinus americana og Fraxinus quadrangulata.[12] Í Evrópu er það Fraxinus excelsior .[7]

 src=
Kort af svæðum þar sem Agrilus planipennis hefur fundist (janúar 3, 2017).

Lífrænar varnir

 src=
Tetrastichus planipennisi, sníkjuvespa ssem er notuð sem lífræn vörn

Leitað var af náttúrulegum óvinum sem eru sérhæfðir á Agrilus planipennis og láta aðrar skordýrategundir í friði, til notkunar í Norður-Ameríku. Þrjár tegundir frá Kína hafa verið samþykktar af USDA 2007 og í Kanada 2013: Spathius agrili, Tetrastichus planipennisi, og Oobius agrili, auk þess sem Spathius galinae var samþykkt 2015.[13][14] Fyrir utan Spathius galinae, sem aðeins nýlega hefur verið sleppt, hinar þrjár tegundirnar hafa fundist að sníkja á Agrilus planipennis ári eftir sleppingu, sem bendir til að hafa lifað af veturinn, en lifun hefur verið breytileg eftir tegundum og staðsetningu[14]

USDA hefur einnig verið að meta notkun á Beauveria bassiana, sníkjusvepp á skordýrum með sníkjuvespunum, til að halda Agrilus planipennis niðri.[15]

Tilvísanir

  1. „Data Sheets on Quarantine Pests: Agrilus planipennis (PDF). OEPP/EPPO Bulletin. 35 (3): 436–438. 2005. doi:10.1111/j.1365-2338.2005.00844.x.
  2. Poland, Therese. M; Chen, Tigen; Jennifer, Koch; Pureswaran, Deepa (December 2014). „Review of the emerald ash borer (Coleoptera: Buprestidae), life history, mating behaviours, host plant selection, and host resistance“ (PDF). The Canadian Entomologist. 147 (3): 252–262. doi:10.4039/tce.2015.4.
  3. Herms, Daniel A.; McCullough, Deborah G. (October 2013). „Emerald Ash Borer Invasion of North America: History, Biology, Ecology, Impacts, and Management“ (PDF). Annual Review of Entomology. 59: 13–30. doi:10.1146/annurev-ento-011613-162051. PMID 24112110.
  4. Gould, Juli S.; Bauer, Leah S.; Lelito, Jonathan; Duan, Jian (May 2013). „Emerald Ash Borer Biological Control Release and Recovery Guidelines“ (PDF). USDA-APHIS-ARS-FS.
  5. Bauer, L.S.; Liu, H-P; Miller, D.; Gould, J. (2008). „Developing a classical biological control program for Agrilus planipennis (Coleoptera: Buprestidae), an invasive ash pest in North America“ (PDF). Newsletter of the Michigan Entomological Society. 53 (3&4): 38–39.
  6. Agrilus planipennis (insect)“. Global Invasive Species Database. ISSG-IUCN. August 14, 2006.
  7. 7,0 7,1 7,2 7,3 7,4 Valenta, V.; og fleiri (2016). „A new forest pest in Europe: a review of Emerald ash borer(Agrilus planipennis) invasion“. Journal of Applied Entomology. 141 (7): 507–526. doi:10.1111/jen.12369.
  8. „Emerald ash borer“. USDA Forest Service. Sótt July 5, 2015.
  9. Peter A. Thomas (2016). „Biological Flora of the British Isles: Fraxinus excelsior“. Journal of Ecology. 104 (4): 1158–1209. doi:10.1111/1365-2745.12566.
  10. „Ash tree set for extinction in Europe". . (BBC). 23. mars 2016. Skoðað 23. mars 2016.
  11. Wang, Xiao-Yi; og fleiri (2010). „The biology and ecology of the emerald ash borer, Agrilus planipennis, in China“. Journal of Insect Science. 10 (128): 128. doi:10.1673/031.010.12801. PMC 3016904. PMID 20879922.
  12. Poland, T.; McCullough, D. (2006). „Emerald ash borer: invasion of the urban forest and the threat to North America's ash resource“ (PDF). Journal of Forestry. 104: 118–124.
  13. „Biological Control of the Emerald Ash Borer“. United States Department of Agriculture Forest Service.
  14. 14,0 14,1 Bauer, Leah S.; Duan, Jian J.; Gould, Juli R.; van Driesche, Roy; og fleiri (March 8, 2015). „Progress in the classical biological control of Agrilus planipennis Fairmaire (Coleoptera:Bupresitdae) in North America“. The Canadian Entomologist. 147 (3): 300–317. doi:10.4039/tce.2015.18.
  15. „Biocontrol: Fungus and Wasps Released to Control Emerald Ash Borer“. Science News. Science Daily. May 2, 2011. Sótt August 30, 2013.

license
cc-by-sa-3.0
copyright
Höfundar og ritstjórar Wikipedia
original
visit source
partner site
wikipedia IS

Agrilus planipennis: Brief Summary ( Icelandic )

provided by wikipedia IS

Agrilus planipennis er græn skartbjalla ættuð frá norðaustur Asíu sem leggst á tegundir af eskiættkvísl. Kvendýrin verpa í sprungur í berkinum á eskitrjám, og lirfurnar nærast innri berki og verða fullþroskuð á 1 til 2 árum. Á náttúrulegu útbreiðslusvæði hennar, er hún dreifð og veldur ekki alvarlegum skaða á innfæddum trjám. Utan náttúrulegs útbreiðslusvæðis er hún ágeng tegund og veldur miklum skaða á innfæddum asktrjáum. Mikil vinna er nú lögð í að hafa stjórn á henni með eftirliti á útbreiðslu, hafa fjölbreytileika á tegundum, skordýraeitri og með lífrænum vörnum.

 src=

Lirfa

 src=

Púpa tekin úr púpuhylkinu.

 src=

D-laga holur eftir fullvaxin skordýr.

 src=

Mynd tekin að ofan með vængi og vænghlífar útbreiddar.

 src=

Að neðan.

license
cc-by-sa-3.0
copyright
Höfundar og ritstjórar Wikipedia
original
visit source
partner site
wikipedia IS