Bláhegri (fræðiheiti: Ardea herodias) er vaðfugl af hegraætt. Hann er algengur í Norður- og Mið-Ameríku, í Vestur-Indíum og á Galapagoseyjum.
Bláhegri er stærsti ameríski hegrinn. Hann er 91-137cm á lengd frá gogg að stéli og með 180cm vænghaf. Hann vegur 2,2-3,6kg. Hann er aðallega blágrár að lit með svartar flugfjaðrir, rauðbrún læri og rauðbrúnar og svartar rendur á síðunum. Höfuðið er ljósara og andlitið næstum hvítt og svart fjaðraskraut sem liggur frá augunum og aftur á hnakka. Goggurinn er gulur en verður appelsínugulur í stutta stund við upphaf fengitímans.