dcsimg
Image of Northern horse mussel
Life » » Animals » » Molluscs » Mussels » » Mytilidae »

Northern Horse Mussel

Modiolus modiolus (Linnaeus 1758)

Aða ( Icelandic )

provided by wikipedia IS

Aða (fræðiheiti: Modiolus modiolus) er samloka í sæskeljaætt.

Lýsing

Aða er stór samloka sem getur vaxið allt að 22 cm að lengd þó þær séu oftar um það bil 10 cm. Skelin er fjölublá eða dökkblá og mjög gróf. Hornlaga hnúðar vaxa á skeljum ungra aða. Skeljarnar eru þríhryndar eða ílangar. Á skelinni má greina skýrar árlegar vaxtarrendur. Innra borð skeljanna er hvítt. Vöðvinn er skærappelsínugulur að lit og möttullinn er sléttur. Aða festir sig með spunaþráðum.

Útbreiðsla

Í Evrópu vex aða við Bretlandseyjar, Noreg, Færeyjar og Ísland. Hana má finna í allt að 50 m dýpi við strendur Bretlandseyja. Hún finnst af og til í Eystrasalti en er í útrýmingarhættu þar.

Öðu má einnig finna við austurstrendur Norður-Ameríku allt frá Norður-Íshafi til Flórídu. Hana má finna við vesturstrendur Norður-Ameríku frá Norður-Íshafi til Kaliforníu.

Vistfræði

Aða vex á hörðu undirlagi, t.d. á skeljum, steinum og spunaþráðum annarra samloka. Lifendahlutfall ungra aða er lágt en um leið og aðan nær 4 cm lengd, um það bil 4 ára að aldri, er hún orðin of stór til þess að stórkrossar, beitukóngar og krabbar geti étið hana. Ungar sem vaxa á spunaþráðum eru líklegri til að lifa af en lausar öður sem gerir það að verkum að aðan myndi þyrpingar í köldu vatni. Þyrpingarnar finnast helst á straumhörðum stöðum. Aða þolir vel skort á súrefni og jurtasvifum sem eru fæða hennar. Svampurinn Cliona celata geta stundum skaðað skeljar eldri aða.

Heimild

 src= Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
license
cc-by-sa-3.0
copyright
Höfundar og ritstjórar Wikipedia
original
visit source
partner site
wikipedia IS

Aða: Brief Summary ( Icelandic )

provided by wikipedia IS

Aða (fræðiheiti: Modiolus modiolus) er samloka í sæskeljaætt.

license
cc-by-sa-3.0
copyright
Höfundar og ritstjórar Wikipedia
original
visit source
partner site
wikipedia IS