Fellafífill (fræðiheiti: Hieracium alpinum) er evrasísk plöntutegund í körfublómaætt. Hann er ættaður frá Evrópu,[1] og hefur einnig fundist í Grænlandi.[2] Á Íslandi er hann algengur um allt land.[3]
Fellafífill verður um 25 sm hár, með blöðin að mestu í hvirfingu við jörð. Blöðin eru lensulaga, að 8 sm löng. Einn blómstöngull með yfirleitt eina blómkörfu, en stöku sinnum 2 til 3. Hver karfa með 80-120 gulum tungukrónum.[4]
Fellafífill (fræðiheiti: Hieracium alpinum) er evrasísk plöntutegund í körfublómaætt. Hann er ættaður frá Evrópu, og hefur einnig fundist í Grænlandi. Á Íslandi er hann algengur um allt land.
Fellafífill verður um 25 sm hár, með blöðin að mestu í hvirfingu við jörð. Blöðin eru lensulaga, að 8 sm löng. Einn blómstöngull með yfirleitt eina blómkörfu, en stöku sinnum 2 til 3. Hver karfa með 80-120 gulum tungukrónum.