Heiðaflóki (fræðiheiti: Rhododendron groenlandicum (áður Ledum groenlandicum eða Ledum latifolium),[1] er sígrænn, ilmandi runni með hvítum blómum sem er oft notaður í jurtate.
Þetta er lágvaxinn runni sem verður yfirleitt að 50 sm hár (einstaka sinnum að 2m hár), með sígrænum 20 til 60 mm löngum og 2 til 15 mm breiðum blöðum. Leðurkennd blöðin eru krumpuð að ofan, dökkgræn, og með þétta hvíta til rauðbrúna hæringu að neðan, niðursveigð á jöðrunum. Smá hvít blómin eru mörg í hálfsveipum sem eru nokkrir saman endastæðum klösum, allt að 5 sm í þvermál. Þau eru mjög ilmandi og klístruð.[2]
Litningatalan er 2n = 26.[3]
Grænlenska heitið Qajaasaraq sem er notað yfir tegundina vísar til lögunar blaðanna: "litla" (-araq) "eins og" (-sa-) "kajak" (qajaq).
Hann finnst tempruðum til heimskautasvæðum Norður-Ameríku (Allsstaðar í Kanada, í Bandaríkjunum í eftirfarandi fylkjum; New England, New York, Pennsylvania, Michigan, Wisconsin, Minnesota, Idaho, Washington, Oregon og Alaska) og í Grænlandi. Hann vex í mýrum og á blautum ströndum, og stundum á grýttum fjallahlíðum.[4]
Hann er oft notaður sem krydd í réttum með villibráð.
Fyrir notkun í jurtalækningar skal vísað í Labrador-te.
Safinn úr blöðunum hefur einnig verið notaður gegn moskítóbiti.[5]
Tegundin er lítið eitt ræktuð til skrauts í görðum.
Heiðaflóki (fræðiheiti: Rhododendron groenlandicum (áður Ledum groenlandicum eða Ledum latifolium), er sígrænn, ilmandi runni með hvítum blómum sem er oft notaður í jurtate.