Strandfuglar eða fjörufuglar (fræðiheiti: Charadriiformes) er fjölbreyttur ættbálkur fugla sem telur um 350 tegundir sem lifa um allan heim. Flestir strandfuglar lifa nærri vatni og lifa á smádýrum en sumar tegundir eru sjófuglar og aðrar finnast í skógum.
Ættbálknum er oftast skipt í þrjá undirættbálka:
Ættartré byggt á Baker, A.J. et al. (2012)[1] and Boyd, J. H. et al. (2016) [2]
Strandfuglar eða fjörufuglar (fræðiheiti: Charadriiformes) er fjölbreyttur ættbálkur fugla sem telur um 350 tegundir sem lifa um allan heim. Flestir strandfuglar lifa nærri vatni og lifa á smádýrum en sumar tegundir eru sjófuglar og aðrar finnast í skógum.
Ættbálknum er oftast skipt í þrjá undirættbálka:
Vaðfuglar (Charadrii) eru dæmigerðir strandfuglar sem nærast með því að tína fæðu upp úr sandi eða leðju bæði við sjó og vötn. Máfuglar (Lari) eru venjulega aðeins stærri fuglar sem veiða fisk á hafi úti. Nokkrar máfategundir og skúmur taka fæðu sína í fjörunni eða með því að ræna aðra fugla og sumir hafa aðlagast lífi inni í landi. Svartfuglar (Alcae) lifa við strendur á klettum og „fljúga“ neðansjávar eftir æti.