Nostocales er ættbálkur blágerla. Hann einkennist meðal annars af frumum sem vaxa í slímkenndu slíðri og mynda langa þræði samhangandi frumna. Margir meðlimir ættbálksins eru færir um að binda köfnunarefni andrúmsloftsins.