dcsimg

Hærusveppir ( Icelandic )

provided by wikipedia IS

Hærusveppir (fræðiheiti: Inocybe) eru stór ættkvísl sveppa sem mynda svepprót með trjám. Til þessarar ættkvíslar teljast nokkur hundruð tegunda sveppa. Hatturinn er oftast brúnn eða brúnleitur og hnýfður. Með aldrinum klofnar hattbarðið svo það virðist kögrað eða hært.

Margar tegundir hærusveppa innihalda mikið magn af sveppaeitrinu múskaríni og þar sem mjög erfitt er að greina ætar tegundir frá eitruðum er ekki mælt með því að neinir sveppir af þessari ættkvísl séu étnir. Hættulegasta tegundin er Inocybe patouillardii sem getur valdið dauða.

Dæmi um tegundir sem hafa fundist á Íslandi:

 src= Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
license
cc-by-sa-3.0
copyright
Höfundar og ritstjórar Wikipedia
original
visit source
partner site
wikipedia IS