dcsimg

Horblaðka ( Icelandic )

provided by wikipedia IS

Horblaðka eða reiðingsgras (fræðiheiti: Menyanthes trifoliata) er eina jurtin í ættkvíslinni Menyanthes. Hún er lág með jarðlægum ljósgrænum þrískiptum blöðum. Blöðin eru egglaga. Jurtin breiðir úr sér með rótarskotum neðanjarðar. Jurtin er útbreidd um allt norðurhvel jarðar, aðallega í votlendi.

Á Íslandi er horblaðka algeng á láglendi um allt land. Hún hefur þótt góð lækningajurt einkum til að lækna skyrbjúg. Hún hefur líka verið notuð til að beiskja öl þar sem hún er beisk án þess að vera barkandi. Magnús Stephensen ritar meðal annars um hana í Klausturpóstinn 1820:

„I humalls stad má seydi jurtarinnar brúka til ölbruggunar; gjörir þad ölid bædi heilnæmt og áþeckt því nafnfræga enska öli, er nefnist Porter.“[1]
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist


Heimildir

  1. Magnús Stephensen, „Horbladka (Reidingagras Menyanthes trifoliata.)“, Klausturpósturinn, 3. árg. 1820, 8. tbl., s. 134-136. (Tímarit.is).
license
cc-by-sa-3.0
copyright
Höfundar og ritstjórar Wikipedia
original
visit source
partner site
wikipedia IS

Horblaðka: Brief Summary ( Icelandic )

provided by wikipedia IS

Horblaðka eða reiðingsgras (fræðiheiti: Menyanthes trifoliata) er eina jurtin í ættkvíslinni Menyanthes. Hún er lág með jarðlægum ljósgrænum þrískiptum blöðum. Blöðin eru egglaga. Jurtin breiðir úr sér með rótarskotum neðanjarðar. Jurtin er útbreidd um allt norðurhvel jarðar, aðallega í votlendi.

Á Íslandi er horblaðka algeng á láglendi um allt land. Hún hefur þótt góð lækningajurt einkum til að lækna skyrbjúg. Hún hefur líka verið notuð til að beiskja öl þar sem hún er beisk án þess að vera barkandi. Magnús Stephensen ritar meðal annars um hana í Klausturpóstinn 1820:

„I humalls stad má seydi jurtarinnar brúka til ölbruggunar; gjörir þad ölid bædi heilnæmt og áþeckt því nafnfræga enska öli, er nefnist Porter.“  src= Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist horblöðku


license
cc-by-sa-3.0
copyright
Höfundar og ritstjórar Wikipedia
original
visit source
partner site
wikipedia IS