Nöturösp (populus tremuloides) er aspartegund sem útbreidd er um allt barrskógabeltið í Norður-Ameríku, frá Nýfundnalandi í austri til Beringshafs í vestri og suður til Mexíkó og er þar með útbreiddasta tré álfunnar. Hún er á margan hátt lík blæösp og hafa ýmsir blendingar tegundanna verið ræktaðir saman með góðum árangri. Nöturösp getur verið allt að 25 metra há og getur fjölgað sér með rótarskotum.
Vapítihjörtur er meðal dýra sem naga börk trésins. Tréð er fylkistré Utah en þar er stærsta klónasamfélag nöturaspar sem fundist hefur (Pando).
Jón Rögnvaldsson flutti fyrst inn nöturösp frá Kanada á millistríðsárunum. Nöturöspin gerir kröfur um stöðugt loftslag að vetrarlagi og virðist illa þola umhleypingarnar sem eru hér á landi á veturna. [1] Blæasparbróðir (Populus tremula x tremuloides), blendingur blæaspar og nöturaspar hefur verið notaður á Íslandi. [2]
Nöturösp (populus tremuloides) er aspartegund sem útbreidd er um allt barrskógabeltið í Norður-Ameríku, frá Nýfundnalandi í austri til Beringshafs í vestri og suður til Mexíkó og er þar með útbreiddasta tré álfunnar. Hún er á margan hátt lík blæösp og hafa ýmsir blendingar tegundanna verið ræktaðir saman með góðum árangri. Nöturösp getur verið allt að 25 metra há og getur fjölgað sér með rótarskotum.
Vapítihjörtur er meðal dýra sem naga börk trésins. Tréð er fylkistré Utah en þar er stærsta klónasamfélag nöturaspar sem fundist hefur (Pando).