Kjói (fræðiheiti Stercorarius parasiticus) er sjófugl af kjóaætt (Stercorariidae) en skúmur tilheyrir einnig þeirri ætt. Hann er farfugl á Íslandi og kemur til landsins snemma í maí. Kjói er algengur um allt land upp að 700 metrum en velur helst sandauðnir nálægt sjó fyrir varp. Hann er um 45 sm langur og vænghaf hans er um 120 sm. Hann verpir allt að fjórum ólífugrænum eggjum.
Kjóinn lifir á ýmis konar smádýrum og hann tekur oft unga eða egg frá öðrum fuglum og stelur fæðu frá sjófuglum með því að elta þá þar til þeir sleppa fæðunni. Stofnstærð kjóa hér á landi er talin frá 5.000 til 10.000 pör.
Tvær aðrar tegundir kjóa; ískjói (Stercorarius pomarinus) og fjallkjói (Stercorarius longicaudus) koma stundum til Íslands. Ískjóar verpa ekki á Íslandi en örfáir fjallkjóar (innan við 50 fuglar) verpa á Norðurlandi.[1]
Kjói (fræðiheiti Stercorarius parasiticus) er sjófugl af kjóaætt (Stercorariidae) en skúmur tilheyrir einnig þeirri ætt. Hann er farfugl á Íslandi og kemur til landsins snemma í maí. Kjói er algengur um allt land upp að 700 metrum en velur helst sandauðnir nálægt sjó fyrir varp. Hann er um 45 sm langur og vænghaf hans er um 120 sm. Hann verpir allt að fjórum ólífugrænum eggjum.
Kjói eltir fugl til að ræna fæðuKjóinn lifir á ýmis konar smádýrum og hann tekur oft unga eða egg frá öðrum fuglum og stelur fæðu frá sjófuglum með því að elta þá þar til þeir sleppa fæðunni. Stofnstærð kjóa hér á landi er talin frá 5.000 til 10.000 pör.
Tvær aðrar tegundir kjóa; ískjói (Stercorarius pomarinus) og fjallkjói (Stercorarius longicaudus) koma stundum til Íslands. Ískjóar verpa ekki á Íslandi en örfáir fjallkjóar (innan við 50 fuglar) verpa á Norðurlandi.