dcsimg

Kyrrahafslýsingur ( Icelandic )

provided by wikipedia IS

Kyrrahafslýsingur (fræðiheiti: Merluccius productus) er fiskur af ættinni merlucciidae af ættbálki þorskfiska. Hann hefur tiltölulega stutt höfuð (24,7 – 28,9% af stærð sinni) og brjóstvöðva nær aftur að gotrauf. Augun og munnurinn eru stór, tennur eru sterkar og áberandi og raðast óreglulega í efri og neðri góm, neðri kjálki hans er örlítið fremri en efri kjálkinn. Kyrrahafslýsingurinn hefur silfurgráan lit sem leiðir út í hvítan, hans helsta fæða eru krabbadýr og beinfiskar.

Þroskaferli

Á fyrstu æviárum sínum vex hann tiltölulega hratt, þá sérstaklega fyrstu fjögur árin og getur hann orðið allt að 35 – 42 cm að lengd, og 1,2 kg að þyngd. Kyrrahafslýsingurinn getur lifað í allt að 15 ár.

Hrygning

Fullþroska fiskar lifa í stórum torfum á grunnslóð, nema þegar kemur að hrygningu færa hrygnurnar sig og finnast nokkur hundruð kílómetra frá meginlandinu. Hrygning fer fram á 1200 – 1400 m dýpi úti fyrir Suður-Kaliforníu og Baja-Kaliforníu yfir 3-6 mánaða tímabil, eða frá janúar til apríl eða júní og þær geta verið að hrygna 80.000 – 500.000 hrognum. Hængurinn flytur sig hinsvegar norður til Suður-Oregon og dvelur þar yfir sumartímann og alveg fram yfir haustmánuði, frá júlí til september.

Veiðar

Allt frá upphafi Sovétríkjanna hefur kyrrahafslýsingurinn verið mikilvægur þáttur í sjávarútvegi, hann er sérstaklega mikilvæg viðskiptategund í Kyrrahafi, við strönd Washingtonfylkis, Oregon, Kaliforníu og Bresku Kólumbíu. Í Bandaríkjunum var hann að mestu leyti notaður í fiskimjöl og gæludýrafóður, en í Sovétríkjunum var hann frystur til manneldis, um leið og hann var veiddur. Kyrrahafslýsingurinn er því dýrmæt fiskitegund.

Heimildaskrá

license
cc-by-sa-3.0
copyright
Höfundar og ritstjórar Wikipedia
original
visit source
partner site
wikipedia IS

Kyrrahafslýsingur: Brief Summary ( Icelandic )

provided by wikipedia IS

Kyrrahafslýsingur (fræðiheiti: Merluccius productus) er fiskur af ættinni merlucciidae af ættbálki þorskfiska. Hann hefur tiltölulega stutt höfuð (24,7 – 28,9% af stærð sinni) og brjóstvöðva nær aftur að gotrauf. Augun og munnurinn eru stór, tennur eru sterkar og áberandi og raðast óreglulega í efri og neðri góm, neðri kjálki hans er örlítið fremri en efri kjálkinn. Kyrrahafslýsingurinn hefur silfurgráan lit sem leiðir út í hvítan, hans helsta fæða eru krabbadýr og beinfiskar.

license
cc-by-sa-3.0
copyright
Höfundar og ritstjórar Wikipedia
original
visit source
partner site
wikipedia IS