dcsimg

Þrifill ( Icelandic )

provided by wikipedia IS

Þrifill (fræðiheiti: Labroides dimidiatus) er lítil fisktegund sem lifir við kóralrif í Indlandshafi, stórum hluta Kyrrahafs en einnig í innhöfum á borð við Rauðahaf. Hann lifir samlífi við aðra fiska og hreinsar sníkjudýr og dauðar hreisturflögur af hreistri þeirra. Á móti fær hann bæði næringu og öryggi.

Allir þriflar hefja lífsferil sinn sem hrygnur. Þær halda sig í hópi sem samsettur er úr 6-8 fiskum, þar af er bara einn hængur. Þegar hængur drepst skiptir sterkasta hrygnan um kyn og æxlast við hinar hrygnurnar.

 src=
Þriflar hreinsa sníkjudýr af „viðskiptavini“ sínum (Epinephelus tukula)
 src= Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
license
cc-by-sa-3.0
copyright
Höfundar og ritstjórar Wikipedia
original
visit source
partner site
wikipedia IS