dcsimg
Image of Sphaeronectes Huxley 1859

Hydrozoans

Hydrozoa Owen 1843

Hveldýr ( Icelandic )

provided by wikipedia IS

Hveldýr (fræðiheiti hydrozoa) er flokkur mjög lítilla rándýra sem lifa aðallega í saltvatni, oft í sambýli margra einstaklinga. Hveldýr eru skyld marglyttum og kóraldýrum og tilheyra holdýrum. Flest hveldýr fara í gegnum bæði holsepa og hveljustig á lífsferli sínum. Þeim fjölgar bæði með kynæxlun og knappskotum. Knappskotin eru þannig að lítill sepi vex úr líkamanum og fær arma og munn og losnar frá. Hveldýr sem lifa í fersku vatni eru kölluð armslöngur.


license
cc-by-sa-3.0
copyright
Höfundar og ritstjórar Wikipedia
original
visit source
partner site
wikipedia IS