dcsimg

Súpugull ( Icelandic )

provided by wikipedia IS

Súpugull[1] einnig kölluð Portulakka (fræðiheiti: Portulaca oleracea) er smávaxin jurt af grýtuætt sem vex og er ræktuð víða í Evrópu sem krydd og grænmeti þó er litið á hana sem illgresi í Bandaríkjunum.

 src=
Grískt salat með portulakka

Lauf og stilkar eru með krydduðum piparkeim og eru notuð í súpur og salöt. Það er hægt að nota það sem blaðgrænmeti og það er gert víða í Evrópu, miðausturlöndum, Asíu og Mexíkó. Stilkur, lauf og blóm eru æt. Hægt er að nota súpugull í salat, steikja eða sjóða og það hentar vel í súpur og ofnrétti. Frumbyggjar Ástralíu nota fræin í sérstakar frækökur. Í Grikklandi eru laufin steikt og gufusoðin með fetaosti, tómötum, lauk, hvítlauk, oregano og ólífuolíu og bætt í salat, soðið eða bætt í kjúklingapottrétti. Í Tyrklandi er súpugull notuð í salat og bakstur en einnig soðin sem grænmeti eins og spínat.

Tilvísanir

  1. „Súpugull“. Orðabanki Íslenskrar málstöðvar. Sótt 23. febrúar 2014.
Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
Wikilífverur eru með efni sem tengist
license
cc-by-sa-3.0
copyright
Höfundar og ritstjórar Wikipedia
original
visit source
partner site
wikipedia IS

Súpugull: Brief Summary ( Icelandic )

provided by wikipedia IS

Súpugull einnig kölluð Portulakka (fræðiheiti: Portulaca oleracea) er smávaxin jurt af grýtuætt sem vex og er ræktuð víða í Evrópu sem krydd og grænmeti þó er litið á hana sem illgresi í Bandaríkjunum.

 src= Grískt salat með portulakka

Lauf og stilkar eru með krydduðum piparkeim og eru notuð í súpur og salöt. Það er hægt að nota það sem blaðgrænmeti og það er gert víða í Evrópu, miðausturlöndum, Asíu og Mexíkó. Stilkur, lauf og blóm eru æt. Hægt er að nota súpugull í salat, steikja eða sjóða og það hentar vel í súpur og ofnrétti. Frumbyggjar Ástralíu nota fræin í sérstakar frækökur. Í Grikklandi eru laufin steikt og gufusoðin með fetaosti, tómötum, lauk, hvítlauk, oregano og ólífuolíu og bætt í salat, soðið eða bætt í kjúklingapottrétti. Í Tyrklandi er súpugull notuð í salat og bakstur en einnig soðin sem grænmeti eins og spínat.

license
cc-by-sa-3.0
copyright
Höfundar og ritstjórar Wikipedia
original
visit source
partner site
wikipedia IS