Uglur (fræðiheiti: Strigiformes) eru ættbálkur ránfugla sem telur um 222 tegundir. Uglur eru yfirleitt einfarar og næturdýr sem lifa á skordýrum, litlum spendýrum og öðrum fuglum þótt sumar tegundir séu sérhæfðar í að veiða fisk. Uglur finnast um allan heim nema á Suðurskautslandinu, stærstum hluta Grænlands og á afskekktum eyjum.
Uglur skiptast í tvær ættir: ugluætt og turnuglur.